Telur einræðisherra líta sér nær

Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, …
Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, segir nýliðna atburði í Sýrlandi ljúka ákveðnum kafla í Mið-Austurlöndum. Samsett mynd/mbl.is/Hallur Már/AFP

„Það já­kvæða við þetta er að þeim hef­ur tek­ist að taka Al­eppo og Homs án þess að inn­byrðis átök bryt­ust út og hafa stjórn á þeim and­spyrnu­öfl­um sem þeir hafa yfir að ráða,“ seg­ir Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri varn­ar­mála­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, í sam­tali við mbl.is um þá stöðu sem kom­in er upp í Sýr­landi í kjöl­far óvæntr­ar valda­töku upp­reisn­ar­manna Hayat Tahrir al-Sham-sam­tak­anna.

Kveður Arn­ór það nú áleitna spurn­ingu að hve miklu leyti Abu Mohammed al-Jol­ani leiðtogi sam­tak­anna sé til­bú­inn til að deila ný­fengn­um völd­um sín­um með öðrum upp­reisn­ar­hóp­um í hinu stríðshrjáða Sýr­landi þar sem skammt hef­ur verið stórra högga á milli á valda­tíma hins harðráða for­seta Bashars al-Assads sem hrakt­ist frá völd­um við at­lögu upp­reisn­ar­manna og er sagður hafa leitað skjóls hjá banda­manni sín­um Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í Moskvu.

Þekkja ekki hug­takið lýðræði

„Þá er spurn­ing­in hvort [al-Jol­ani] tak­ist að halda þessu sam­an og byggja upp ein­hvers kon­ar stjórn­ar­mynst­ur í Sýr­landi sem geri það að verk­um að þeir geti byggt upp og búið áfram í sínu landi. Vanda­málið er að þarna er mik­il sundr­ung og marg­ir and­stæðir hóp­ar að berj­ast um völd­in,“ held­ur varn­ar­mála­sér­fræðing­ur­inn áfram, ekk­ert lýðræði hafi verið ríkj­andi í Sýr­landi í rúm fimm­tíu ár, „þannig að þeir þekkja ekki það hug­tak“, seg­ir Arn­ór.

„Besta sviðsmynd­in er sú að þeir nái utan um þetta og það já­kvæða er að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra [Mohammad Ghazi al-Jalali] hef­ur heitið sam­starfi þannig að það virðist sem stjórn­arein­ing­ar gömlu Assad-stjórn­ar­inn­ar séu enn virk­ar. Þær hafa ekki verið leyst­ar upp sem gef­ur von um að hægt sé að byggja á þeim og halda áfram,“ seg­ir Arn­ór.

Lýk­ur ákveðnum kafla í Mið-Aust­ur­lönd­um

Verstu sviðsmynd­ina seg­ir hann vera þá að sömu aðstæður komi upp í Sýr­landi og áður ríktu í Lýb­íu og Írak og vís­ar þar til þeirr­ar sundr­ung­ar sem ríkt hef­ur í Lýb­íu frá upp­hafi Ar­ab­íska vors­ins haustið 2010, holskeflu uppþota og óeirða í ar­ab­a­ríkj­un­um, upp­gangs súnnímúslima í Írak.

„Þetta lýk­ur ákveðnum kafla í Mið-Aust­ur­lönd­um sem hef­ur verið ein­ræði og al­gjört „brúta­lítet“ í Sýr­landi,“ seg­ir Arn­ór, „en þeir sem tapa á þessu eru Rúss­ar, þeir eru að missa áhrif sem þeir hafa aflað sér í þeirri borg­ara­styrj­öld sem hef­ur verið háð í Sýr­landi síðan 2013, og Íran­ar sem hafa háð stríð við Ísra­el gegn­um Hiz­bollah með tengistöð gegn­um Sýr­land.“

Mynd­irðu segja að þess­ir at­b­urðir núna væru þá hugs­an­lega fyrsta skrefið í átt að breyttri heims­mynd í Mið-Aust­ur­lönd­um?

„Þetta er alla vega áfram­hald á þeirri þróun sem verið hef­ur,“ svar­ar Arn­ór, „ég myndi ekki segja að þetta væri breytt heims­mynd, en ég myndi halda að ein­ræðis­herr­ar á borð við [Abdel Fattah Sa­eed Hus­sein Khalil] El-Sisi í Egyptalandi litu sér nær,“ lýk­ur hann máli sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert