Bæta 24 árum við lífstíðardóm Daníels

Dómstóll í Kern-sýslu dæmdi Daníel Gunnarsson.
Dómstóll í Kern-sýslu dæmdi Daníel Gunnarsson. Samsett mynd

Daníel Gunnarsson, sem sætir lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjarsystur sinni að bana með hrottalegum hætti árið 2021, hefur verið dæmdur til að sæta 24 ár til viðbótar í fangelsi fyrir barnaníð.

Dómur þessi leggst ofan á fyrri dóm Daníels en faðir Daníels er íslenskur og móðir hans er af tékkneskum uppruna. Hann hefur þó lengst af búið í Ridgecrest í Kaliforníuríki Bandaríkjanna.

Varð fyrrverandi bekkjarsystur að bana

Daníel varð fyrrverandi bekkjarsystur sinni, Katie Pham, að bana þann 18. maí 2021 þegar hann veittist að henni með ísnál í bílskúr stjúpföður síns.

Málari sem vann við að mála hús stjúpföðurins kom að líki Pham sem var 21 árs og Daníeli sem stóð yfir líki hennar.

Hlaut dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum

Eftir morðið á Pham kom fórnarlamb Daníels fram og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi á árunum 2016 til 2021.

Daníel hafði yfir höfði sér tólf kærur í heildina er málið varðaði en gerði dómsátt um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins.

Bakersfieldnow

Kget

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert