Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Yong-Hyun, reyndi að taka eigið líf stuttu áður en hann var handtekinn fyrir sinn hlut í herlögunum sem lýst var yfir í landinu.
Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol, lýsti yfir herlögum 3. desember fóru hermenn að þinginu í kjölfarið að stöðva starfsemi þess en varnarmálaráðherra er ábyrgur fyrir aðgerðum hersins.
Forsetinn neyddist til að fella úrskurðinn úr gildi stuttu seinna eftir að þingmenn kusu gegn herlögunum.
Kim sagði af sér síðastliðinn miðvikudag og var handtekinn í gær.
Hann er sakaður um að hafa misnotað vald sitt til að hindra að lögum og reglu yrði framfylgt og þannig tekið þátt í uppreisn.
Í yfirheyrslu á þingi sagði lögreglustjóri að Kim hafi reynt að taka eigið líf, þar sem hann var vistaður í fangageymslu, örfáum mínútum áður en handtaka hans var tilkynnt.
Starfsmaður fangelsisins greip inn í og gafst Kim upp um leið.
Hann er nú undir vernd og sagður við góða heilsu.
Kim sendi frá sér afsökunarbeiðni fyrir aðgerðir hersins í gegnum lögfræðinga sína í gær þar sem hann sagði „Öll ábyrgð á þessu ástandi liggur eingöngu á mér.“
Hann bað Suður-Kóresku þjóðina afsökunar og sagði undirmenn sína eingöngu hafa verið að fylgja skipunum sínum og sinna þeim skyldum sem þeim er falið.