Myndskeið: Ekkert lát á skógareldunum í Malibu

Skógareldurinn Franklín sem hófst í Malibu í Kaliforníu í fyrrakvöld heldur áfram að valda miklum usla en 1.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn með aðstoð flugvéla sem hafa dæld þúsundum lítra af vatni yfir skóglendið.

Þúsundir heimila í suðurhluta Kaliforníu eru án rafmagns en fjöldi heimila og landsvæði hefur orðið skógareldunum að bráð í Malibu. Þúsundir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sína vegna eldanna en lögreglumenn hafa skipað fólki að yfirgefa heimili sín og margir eru reiðubúnir að flýja ef aðstæður versna.

„Eldurinn getur verið afar óútreiknanlegur og við hvetjum íbúa á brunasvæðunum mjög til að vera viðbúnir. Hafið áætlun og farið eftir viðvörunum og skipunum okkar um rýmingu,“ segir Jennifer Seeto, lögreglustjóri í Los Angeles.

Talið er að skógareldarnir hafi kviknnað í Malibu gljúfri seint …
Talið er að skógareldarnir hafi kviknnað í Malibu gljúfri seint á mánudagskvöldið. AFP

Milljóna dollara eignir, sumar í eigu fræga fólksins í Hollywood, hafa eyðilagst en kröftugir vindar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik. Aðstæður eru erfiðar í bröttum gljúfrum nálægt Los Angeles þar eldarnir hafa eytt gríðarlega stóru landsvæði.

Skógareldar eru tíðir í Kaloforníu og á öðrum stöðum í vesturhluta Bandaríkjanna og þeir færast í aukana á þessum árstíma vena Santa Ana vinda sem blása þurru eyðimerkurlofti yfir svæðið.

Talið er að skógareldarnir hafi kviknað í Malibu gljúfri seint á mánudagskvöldið að staðartíma en upptök eldanna er óljós. Rauð viðvörun vegna eldhættu hefur verið í gildi síðustu tvo sólarhringa.

Slökkviliðsmenn vinna hörðum hönd­um að því að hefta út­breiðslu elds­ins.
Slökkviliðsmenn vinna hörðum hönd­um að því að hefta út­breiðslu elds­ins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert