Önnur atkvæðagreiðsla um embættisbrot

Mótmælandi heldur á skilti með mynd af Yoon þar sem …
Mótmælandi heldur á skilti með mynd af Yoon þar sem á stendur „Leiðtogi uppreisnarmanna“. AFP/Philip Fong

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Suður-Kóreu ætlar á laugardaginn að efna til annarrar atkvæðagreiðslu á þingi landsins um hvort forsetinn Yoon Suk Yeal verði ákærður fyrir embættisbrot.

Yoon setti á herlög í landinu en þau voru skömmu síðar afturkölluð.

Atkvæðagreiðslan er áætluð klukkan 8 á laugardagsmorgun, að sögn Jo Seung-lae, þingmanns úr Demókrataflokknum.

Í síðustu atkvæðagreiðslu síðastliðinn laugardaginn sniðgengu all­ir nema þrír þing­menn stjórn­ar­flokks­ins Power People-flokksins at­kvæðagreiðsluna við mik­il mót­mæli stjórn­ar­and­stöðunn­ar og mann­fjöld­ans utan þing­húss­ins.

Skrifstofa forseta Suður-Kóreu er í þessari byggingu í Seúl.
Skrifstofa forseta Suður-Kóreu er í þessari byggingu í Seúl. AFP/Jung Yeon-Je

Húsleit á forsetaskrifstofu

Lögreglan gerði húsleit á forsetaskrifstofu Yoon í morgun vegna rannsóknar á ákvörðun hans um að setja á herlög. Einnig var gerð húsleit í húsnæði ríkislögreglu landsins og á fleiri stöðum.

Fangelsismálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu jafnframt frá því að fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins hefði reynt að fremja sjálfsvíg skömmu eftir að hann var handtekinn vegna þess sem gerðist í byrjun mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert