Ráðherra myrtur í sjálfsvígssprengjuárás

Khalil Ur-Rahman Haqqani, flóttamannaráðherra Afganistan, var drepinn í dag.
Khalil Ur-Rahman Haqqani, flóttamannaráðherra Afganistan, var drepinn í dag. AFP

Flótta­mannaráðherra Af­gan­ist­ans, Khalil Ur-Rahm­an Haqq­ani, féll í dag í sjálfs­vígs­sprengju­árás á skrif­stofu ráðuneyt­is­ins í höfuðborg­inni Kabúl.

Íslamska rík­inu hef­ur verið kennt um árás­ina en hef­ur það þó ekki sjálft viður­kennt að hafa staðið að baki henni.

Talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Za­bihullah Muja­hid, harmaði árás­ina í dag og kallaði hana hug­lausa. Hann heiðraði jafn­framt Haqq­ani.

Fyrsta árás­in síðan Talíban­ar komust til valda

Spreng­ing­in var fyrsta árás á ráðherra í Af­gan­ist­an síðan Talíban­ir komust aft­ur til valda í land­inu 2021.

Haqq­ani var bróðir Jalaludd­in Haqq­ani sem stóð að baki Haqq­ani-sam­tak­anna en sam­tök­in báru ábyrgð á ein­hverj­um of­beld­is­fyllstu árás­um sem áttu sér stað í Af­gan­ist­an í tveggja ára­tuga upp­reisn Talíbana.

Þá var hann einnig frændi inn­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Sirajudd­in Haqq­ani.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert