Vatnsflaska tengir Mangione við morðið

Lögmaður Mangione telur líklegt að skjólstæðingur sinni neiti sök í …
Lögmaður Mangione telur líklegt að skjólstæðingur sinni neiti sök í málinu. AFP/Jeff Swensen

Lögreglan í New York hefur borið saman fingraför Luigi Mangione við fingraför á vatnsflösku og prótínstykki á vettvangi glæpsins þar sem Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn til bana. 

Passa fingraför hans við fingraförin sem fundust á vatnsflöskunni og stykkinu.

Þá er búið að bera saman skothylki sem fundust á vettvangi glæpsins við byssuna sem Mangione hafði í fórum sínum. Hylkin passa við skotvopnið.

Ætlar að neita sök

Mangione er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu fyrir vopnalagabrot, meðal annars, en verið er að vinna að framsali hans til New York þar sem hann verður ákærður fyrir morðið.

Thomas Dickey, lögmaður Mangione, segir skjólstæðing sinn ætla að neita sök fyrir vopnalagabrot í Pennsylvaníu og að hann telji líklegt að hann muni einnig neita sök fyrir morðið á Thompson, verði hann framseldur til New York.

BBC

ABC News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert