Bayrou er nýr forsætisráðherra Frakklands

Francois Bayrou var í dag skipaður forsætisráðherra Frakklands.
Francois Bayrou var í dag skipaður forsætisráðherra Frakklands. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti útnefndi í dag miðjuleiðtogann Francois Bayrou sem forsætisráðherra landsins.

Bayrou, sem er 73 ára gamall og formaður Lýðræðishreyfingarinnar, var skipaður í embættið níu dögum eftir að ríkisstjórn Michel Barnier féll í sögulegri vantraustsatkvæðagreiðslu í kjölfar ágreinings um niðurskurðaráætlun.

„Forseti lýðveldisins hefur skipað herra Francois Bayrou sem forsætisráðherra og falið honum að mynda ríkisstjórn,“ sagði Macron í yfirlýsingu þegar hann greindi frá ákvörðun sinni.

Bayrou er sjötti forsætisráðherrann í umboði Macron eftir að Barnier var steypt af stóli í síðustu viku. Hann hefur áður gegnt stöðu ráðherra en árið 2017 var hann skipaður dómsmálaráðherra. Hann staldraði þó stutt við því rúmum einum mánuði síðar lét hann af störfum vegna rannsóknar á flokki hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert