Verður Bayrou næsti forsætisráðherra Frakklands?

Francois Bayrou gæti orðið næsti forsætisráðherra Frakklands.
Francois Bayrou gæti orðið næsti forsætisráðherra Frakklands. AFP

François Bayrou, fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakklands, gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun í dag tilkynna hver taki við embættinu.

Franska blaðið Le Parisien greinir frá því að Bayrou sé á fundi með Macron í forsetahöllinni en þeir ræddu saman símleiðis í gær.

5. desember síðastliðinn sagði Michel Barnier af sér sem forsætisráðherra eftir að vantrauststillaga hlaut meirihluta á þingi. 

Til­lag­an að at­kvæðagreiðslunni var þá lögð fram af vinstri flokk­un­um í þing­inu en naut einnig stuðnings hinn­ar stóru Þjóðfylk­ing­ar, rót­tæks hægri flokks und­ir for­ystu Mar­ine Le Pen sem sit­ur í stjórn­ar­and­stöðu.

Macron sagði í kjölfarið að hann myndi nefna næsta forsætisráðherra innan nokkurra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert