Forseti Argentínu fær umdeilt ríkisfang

Javier Milei.
Javier Milei. AFP/Juan Mabromata

Miklar deilur hafa risið í ítölsku samfélagi eftir að stjórnvöld ákváðu að veita Javier Milei, forseta Argentínu, ítalskt ríkisfang. Gefa stjórnvöld þá ástæðu að Mileil er afkomandi Ítalskra innflytjenda í Argentínu.

Málið þykir umdeilt þar sem á sama tíma og Milei þurfti lítið sem ekkert að hafa fyrir ríkisfanginu þurfa börn innflytjenda á Ítalíu að bíða til 18 ára aldurs þar til þau geta sótt um það auk þess að þurfa að búa í landinu í minnst 10 ár áður en þau geta sótt um.

Tilkynnt var um að Milei hafi verið veitt ríkisfang þegar hann var í opinberri heimsókn í Róm. Hefur Milei verið tíðrætt að undanförnu um ítalskar rætur sínar og vilja sinn til að efla tengsl þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert