Þjóðverji sem ranglega var sakaður um morð og dvaldi í 13 ár á bak við lás og slá hefur verið krafinn um 100 þúsund evra greiðslu, eða því sem nemur um 15 milljónum króna, af saksóknara í Bæjaralandi.
Um er að ræða gagnkröfu á hendur manninum, sem heitir Manfred Genditzki, en hann hefur gert kröfu á hendur stjórnvöldum vegna fangelsisvistar sinnar upp á 750 þúsund evrur eða því sem um 109 milljónum króna.
Samkvæmt útreikningum saksóknara skuldar Genditzki um 50 þúsund evrur fyrir gistingu og fæði í fangelsinu og um 50 þúsund evrur vegna greiðslu sem hann fékk fyrir unnin störf innan veggja fangelsisins á 13 árum.
Gedinski hefur þegar fengið um 368 þúsund evra bætur, eða því sem nemur um 54 milljónum króna í bætur fyrir fangelsisvistina. Sóttist hann hins vegar eftir frekari bótum þegar saksóknari ákvað að stefna honum á áðurgreindum forsendum.