Réðst á finnska þingkonu

Kiuru er 50 ára gömul. Hún hefur setið á finnska …
Kiuru er 50 ára gömul. Hún hefur setið á finnska þinginu frá árinu 2007 fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Hún er einnig fyrrverandi ráðherra. Skjáskot/Instagram

Karlmaður á miðjum aldri réðst á finnsku þingkonuna Kristu Kiuru í gær.

Finnski fjölmiðillinn Helsingin Sanomat greinir frá. 

Kiuru var á leið úr finnska þinghúsinu í Helsinki að sækja barn sitt úr dagvistun er karlmaður  kom upp að henni og sló hana í andlitið. 

Maðurinn fór af vettvangi eftir árásina og hefur lögregla ekki haft uppi á honum. 

Fordæma árásina

Fjölmargir finnskir stjórnmálamenn hafa fordæmt árásina á samfélagsmiðlum.

Meðal þeirra eru Petteri Orpo forsætisráðherra og Riikka Purra varaforsætisráðherra. Á samfélagsmiðlinum X segja þau að árásarmaðurinn verði að sæta ábyrgð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert