Karlmaður á miðjum aldri réðst á finnsku þingkonuna Kristu Kiuru í gær.
Finnski fjölmiðillinn Helsingin Sanomat greinir frá.
Kiuru var á leið úr finnska þinghúsinu í Helsinki að sækja barn sitt úr dagvistun er karlmaður kom upp að henni og sló hana í andlitið.
Maðurinn fór af vettvangi eftir árásina og hefur lögregla ekki haft uppi á honum.
Fjölmargir finnskir stjórnmálamenn hafa fordæmt árásina á samfélagsmiðlum.
Meðal þeirra eru Petteri Orpo forsætisráðherra og Riikka Purra varaforsætisráðherra. Á samfélagsmiðlinum X segja þau að árásarmaðurinn verði að sæta ábyrgð.
SDP:n @KristaKiuru un kohdistettu väkivallanteko on raukkamainen. Tapahtunut on yksiselitteisesti väärin ja tuomittavaa. Toivon, että Krista on kunnossa. Tekijä pitää saada vastuuseen.https://t.co/YU76J07xxv
— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) December 13, 2024
Kammottava uutinen. Tällaista ei saa tapahtua, ei kenellekään. Täysin tuomittavaa. Toivottavasti poliisi selvittää tapauksen nopeasti ja tekijä saadaan kiinni ja vastuuseen.
— Riikka Purra (@ir_rkp) December 13, 2024
Kovasti voimia @KristaKiuru. https://t.co/djhoTRkwLS