Trump fær greiddar bætur

Donald Trump fær greiddar bætur.
Donald Trump fær greiddar bætur. AFP/Allison Robbert

ABC-frétta­veit­an hef­ur samþykkt að greiða Don­ald Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, bæt­ur upp á um 15 millj­ón­ir doll­ara, eða því sem nem­ur um tveim­ur millj­örðum ís­lenskra króna, vegna falskra ásak­ana um nauðgun.

Geor­ge Stephanopou­los end­ur­tók full­yrðing­una ít­rekað þegar hann ræddi við viðmæl­anda sem studdi Trump í mars á þessu ári.

Stephanopou­los var að vísa til dóms­máls frá ár­inu 2023 þar sem Trump var sagður hafa beitt konu að nafni E Jean Carroll kyn­ferðis­legri áreitni í fata­klefa í versl­un­ar­miðstöð í New York árið 1996.

George Stephanopoulos
Geor­ge Stephanopou­los AFP

Kyn­ferðis­leg áreitni hef­ur aðra merk­ingu en þá sem fréttamaður­inn hélt fram í viðtal­inu. Hluti af sam­komu­lagi frétta­veit­unn­ar við Trump snýr að því að gef­in verði út yf­ir­lýs­ing þar sem mis­tök­in eru viður­kennd.

ABC News mun enn frem­ur greiða lög­fræðikostnað Trump vegna máls­ins upp á um millj­ón doll­ara.

Í frétt BBC um málið seg­ir að dóm­ar­inn í mál­inu hafi túlkað áreitni Trump út frá þeim lög­um er giltu árið 1996. Skil­grein­ing á nauðgun var á þeim tíma túlkuð mun þrengra en hún er gerð í dag sam­kvæmt lög­um í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert