Utanríkisráðuneyti Ísraels tilkynnti í dag að yfirvöld þar hefðu ákveðið að loka sendiráði sínu á Írlandi vegna „öfgafullrar stefnu Írlands gegn Ísrael“.
Diplómatísk tengsl Írlands og Ísraels hafa versnað vegna fjölda samþykkta af hálfu Írlands sem fela í sér viðurkenningu þeirra á Palestínu sem fullvalda og sjálfstæðu ríki. Þá styður Írland einnig við mál Alþjóðadómstólsins þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu
Írland hefur einnig verið meðal þeirra landa sem fordæma helst viðbrögð Ísraela við árásum Hamas þann 7.október 2003, sem kveikti stríðið í Gaza af stað.
„Aðgerðirnar og gyðingahatursorðræðan sem Írland beitir gegn Ísrael eiga rætur að rekja til aflheimildar og djöfulvæðingar gyðingaríkis,“ sagði Gideon Saar utanríkisráðherra Ísraels í yfirlýsingunni.
Í nóvember sagði Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, að yfirvöld í landinu myndu handtaka Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ef hann færi til Írlands eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum.
Saar sagði í yfirlýsingunni að Ísraelsk yfirvöld myndu leggja fjármagn sitt í að byggja upp tengsl við önnur lönd og tilkynnti í dag um opnun sendiráðs þeirra í Moldóvu.
Harris gaf út yfirlýsingu á miðlinum X í dag, þar sem hann sagði að ákvörðun Ísraels um að loka sendiráði sínu í Dublin væri „mjög eftirsjáanleg“.
„Ég hafna alfarið þeirri fullyrðingu að Írland sé á móti Ísrael. Írland er fylgjandi friði, mannréttindum og alþjóðalögum.“