Komnir heim eftir 19 ár í fangelsi

Mennirnir vörðu 19 árum í fangelsi vegna afbrotsins.
Mennirnir vörðu 19 árum í fangelsi vegna afbrotsins. AFP/Sonny Tumbelaka

Fimm meðlimir ástralska fíkni­efna­hrings­ins Bali Nine sneru heim í dag eftir að hafa dvalið í fangelsi í Indónesíu í 19 ár.

Indónesíska lögreglan handtók níu Ástrala árið 2005 og sakfelldi þá fyrir að hafa reynt að smygla meira en átta kílóum af heróíni frá eyjunni Balí.

Málið vakti heimsathygli á sínum tíma vegna strangrar fíkniefnalöggjafar í Indónesíu.

Efri röð frá vinstri: Myuran Sukumaran, Scott Rush, Tach Duc …
Efri röð frá vinstri: Myuran Sukumaran, Scott Rush, Tach Duc Thanh Nguyen og Renae Lawrence. Neðri röð frá vinstri: Si Yi Chen, Matthew Norman, Michael Czugaj, Martin Stephen og Andrew Chan. AFP/Jewel Samada

Höfuðpaur­ar Bali Nine, Myur­an Sukumar­an og Andrew Chan, voru teknir af lífi árið 2015 en hinir afplánuðu þunga fangelsisdóma. Einn meðlimanna, Tan Duc Thanh Nguyen, lést hins vegar í maí 2018 vegna krabbameins. Þá var Renae Lawrence sleppt úr fangelsi í nóvember 2018.

Fimmmenningarnir sem nú eru komnir heim til Ástralíu eru þeir Matthew Norman, Scott Rush, Martin Stephens, Si Yi Chen og Michael Czugaj.

Kominn tími á að fá þá heim

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, ræddi málið við fjölmiðla í dag. Hann þakkaði Prabowo Subianto, forseta Indónesíu, fyrir samstarfið. Þá sagði hann að löndin deildu áhyggjum af fíkniefnasmygli.

„Þessir Ástralar eyddu meira en 19 árum í fangelsi í Indónesíu. Það var kominn tími fyrir þá að koma heim,“ sagði Albanese enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert