Kona lést og tveir karlmenn særðust í skotárás í Harlesden í norðvesturhluta Lundúna í Englandi í gær.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Tilkynning um árásina barst lögreglu klukkan 21:15 að staðartíma í gær.
Konan lést á vettvangi. Talið er að hún sé á fimmtudagsaldri. Hinir særðu eru báðir á fertugsaldri. Annar þeirra er í lífshættu.
Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.