Lofar stuðningi við frönsku eyjuna

Ursula von der Leyen.
Ursula von der Leyen. AFP

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ESB myndi veita frönsku eyjunni Mayotte stuðning eftir að fellibylur skall á eyjuna með afdrifaríkum afleiðingum. Eyjan Mayotte er í Indlandshafi á milli Madagaskar og meginlands Afríku. 

Óttast er að hundruð hafi farist.

„Hjörtu okkar slá með Frakklandi,“ segir von der Leyen á samfélagsmiðlinum X, þar sem hún lofar jafnframt stuðningi á næstu dögum en illa hefur gengið að koma vistum og björgunarfólki á svæðið.

Brak liggur víða um eyjuna.
Brak liggur víða um eyjuna. AFP

Einungis 14 dauðsföll staðfest 

Þrátt fyrir að óttast sé um afdrif margra hafa einungis 14 dauðsföll verið staðfest.

Þá liggja 246 slasaðir á sjúkrahúsi. Níu eru sagðir liggja þungt haldnir.

Björgunarstarf hefur ekki hafist af fullum þunga vegna skemmda á flugbraut eyjunnar. Þá er yfirvofandi vatnsskortur.

Haft er eftir borgarstjóra Mayotte, Mamoudzou, Ambdilwahedou Soumaila, að nær allir innviðir hafi orðið illa úti. Skólar, sjúkrahús og heimili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert