Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ESB myndi veita frönsku eyjunni Mayotte stuðning eftir að fellibylur skall á eyjuna með afdrifaríkum afleiðingum. Eyjan Mayotte er í Indlandshafi á milli Madagaskar og meginlands Afríku.
Óttast er að hundruð hafi farist.
„Hjörtu okkar slá með Frakklandi,“ segir von der Leyen á samfélagsmiðlinum X, þar sem hún lofar jafnframt stuðningi á næstu dögum en illa hefur gengið að koma vistum og björgunarfólki á svæðið.
Nous sommes de tout coeur avec la France suite au passage dévastateur du cyclone Chido à Mayotte.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 15, 2024
L'Europe est aux côtés des Mahorais dans cette terrible épreuve.
Nous sommes prêts à apporter du soutien dans les jours à venir.
Þrátt fyrir að óttast sé um afdrif margra hafa einungis 14 dauðsföll verið staðfest.
Þá liggja 246 slasaðir á sjúkrahúsi. Níu eru sagðir liggja þungt haldnir.
Björgunarstarf hefur ekki hafist af fullum þunga vegna skemmda á flugbraut eyjunnar. Þá er yfirvofandi vatnsskortur.
Haft er eftir borgarstjóra Mayotte, Mamoudzou, Ambdilwahedou Soumaila, að nær allir innviðir hafi orðið illa úti. Skólar, sjúkrahús og heimili.