Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, segir nýja leiðtoga Sýrlands vera hryðjuverkamenn.
Assad flúði frá Damaskus 8. desember eftir að uppreisnarmenn HTS-hópsins lögðu höfuðborgina undir sig. Í dag sendi hann frá sér sína fyrstu yfirlýsingu síðan hann flúði.
Assad segir brottför hans frá Sýrlandi ekki hafa verið skipulagða.
Í yfirlýsingunni segist hann hafa farið á herstöð Rússa, Hmeimim, sem er skammt frá sýrlensku hafnarborginni Latakia, þegar „hryðjuverkasveitir“ fóru inn í Damaskus. Þetta hafi hann gert í samráði við rússneska bandamenn sína.
Þegar herstöðin varð fyrir drónaárásum hafi rússnesk stjórnvöld farið fram á að hann yrði fluttur úr landi og til Rússlands.