Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti segir Tyrki hafa staðið að baki „óvingjarnlegri yfirtöku“ uppreisnarmanna í Sýrlandi. Engu að síður sagði hann Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta landsins, vera slátrara.
„Ég tel yfirvöld í Tyrklandi vera mjög gáfuð... Þeim tókst óvingjarnlega yfirtöku án mikils mannfalls. Ég get sagt það að Assad var slátrari, það sem hann gerði börnum,“ sagði Trump fyrr í dag.
Assad sendi frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir flótta sinn frá Sýrlandi. Hann sagði uppreisnarmenn HTS-hópsins vera hryðjuverkamenn og að brottför hans frá Sýrlandi hafi ekki verið skipulögð.