ESB í hart við Kínverja og N-Kóreu

Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir refsiaðgerðum með …
Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir refsiaðgerðum með beinum hætti gegn kínverskum fyrirtækjum sem styðja stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Aðgerðirnar beinast einnig gegn varnarmálaráðherra Norður-Kóreu. Samsett mynd/Colourbox

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hef­ur beitt kín­versk fyr­ir­tæki refsiaðgerðum fyr­ir að út­vega Rúss­um vopn í stríðinu við Úkraínu. Sam­bandið hef­ur m.a. fryst eign­ir fyr­ir­tækj­anna og neitað að gefa út vega­bréfs­árit­an­ir.

Þá bein­ast aðgerðir ESB einnig gagn­vart varn­ar­málaráðherra Norður-Kór­eu fyr­ir að styðja við bakið á Rúss­um með því að senda her­sveit­ir á átaka­svæðin.

Halda stríðsvél­inni gang­andi

ESB stíg­ur þar með stærra skref til að tækla aðgerðir Kín­verja sem eru sagðir eiga þátt í því að halda rúss­nesku stríðsvél­inni gang­andi.

Sam­bandið kveðst hafa sett fjög­ur kín­versk fyr­ir­tæki á svart­an lista fyr­ir að út­gefa rúss­neska hern­um mik­il­væg­an efnivið og tækni­búnað til fram­leiðslu dróna.

Komið í veg fyr­ir að búnaður ber­ist í hend­ur Rússa

Tvö önn­ur kín­versk fyr­ir­tæki, og kín­versk at­hafna­kona, bætt­ust á list­ann fyr­ir að reyna að kom­ast hjá öðrum refsiaðgerðum ESB sem miða að því að koma í veg fyr­ir að búnaður ber­ist í hend­ur rúss­neskra yf­ir­valda.

Á meðal of­an­greindra fyr­ir­tækja er Xia­men Limbach, sem er sakað um að hafa út­vegað Rúss­um öfl­ug­ar vél­ar sem hef­ur verið bætt við árás­ar­dróna sem hef­ur verið beitt gegn Úkraínu­mönn­um.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB bein­ir sjón­um sín­um að kín­versk­um fyr­ir­tækj­um sem styðja rúss­neska her­inn.

Aft­ur á móti þá hef­ur ESB aðeins beitt evr­ópsk­um fyr­ir­tækj­um refsiaðgerðum fyr­ir að eiga í viðskipt­um við kín­versk fyr­ir­tæki. Aðgerðirn­ar nú þykja því marka ákveðin tíma­mót.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert