ESB í hart við Kínverja og N-Kóreu

Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir refsiaðgerðum með …
Þetta er í fyrsta sinn sem ESB beitir refsiaðgerðum með beinum hætti gegn kínverskum fyrirtækjum sem styðja stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Aðgerðirnar beinast einnig gegn varnarmálaráðherra Norður-Kóreu. Samsett mynd/Colourbox

Evrópusambandið (ESB) hefur beitt kínversk fyrirtæki refsiaðgerðum fyrir að útvega Rússum vopn í stríðinu við Úkraínu. Sambandið hefur m.a. fryst eignir fyrirtækjanna og neitað að gefa út vegabréfsáritanir.

Þá beinast aðgerðir ESB einnig gagnvart varnarmálaráðherra Norður-Kóreu fyrir að styðja við bakið á Rússum með því að senda hersveitir á átakasvæðin.

Halda stríðsvélinni gangandi

ESB stígur þar með stærra skref til að tækla aðgerðir Kínverja sem eru sagðir eiga þátt í því að halda rússnesku stríðsvélinni gangandi.

Sambandið kveðst hafa sett fjögur kínversk fyrirtæki á svartan lista fyrir að útgefa rússneska hernum mikilvægan efnivið og tæknibúnað til framleiðslu dróna.

Komið í veg fyrir að búnaður berist í hendur Rússa

Tvö önnur kínversk fyrirtæki, og kínversk athafnakona, bættust á listann fyrir að reyna að komast hjá öðrum refsiaðgerðum ESB sem miða að því að koma í veg fyrir að búnaður berist í hendur rússneskra yfirvalda.

Á meðal ofangreindra fyrirtækja er Xiamen Limbach, sem er sakað um að hafa útvegað Rússum öflugar vélar sem hefur verið bætt við árásardróna sem hefur verið beitt gegn Úkraínumönnum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB beinir sjónum sínum að kínverskum fyrirtækjum sem styðja rússneska herinn.

Aftur á móti þá hefur ESB aðeins beitt evrópskum fyrirtækjum refsiaðgerðum fyrir að eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki. Aðgerðirnar nú þykja því marka ákveðin tímamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert