Þrír látnir eftir skotárás í skóla

Lögreglan í Madison hefur gefið út að sá grunaði hafi …
Lögreglan í Madison hefur gefið út að sá grunaði hafi verið nemandi við skólann. Kort/Google

Þrír hafa látið lífið eftir skotárás í skólanum Abundant Life School í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna.

Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan í Madison að fimm manns hefðu látið lífið í árásinni en hún hefur nú gefið út leiðréttingu.

Þrír, þar á meðal árásarmaðurinn, létust í árásinni og sex til viðbótar særðust.

Viðbragðsaðilar komu að árásarmanninum látnum. Lögreglan í Madison hleypti ekki af skoti í árásinni.

Kennari í skólanum og nemandi á táningsaldri létu lífið og tveir hinna særðu liggja þungt haldnir á spítala. 

Lögreglan í Madison hefur gefið út að sá grunaði hafi verið nemandi við skólann. 

Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin, harmaði árásina í færslu á samskiptamiðlinum X og þakkaði viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert