Chrystia Freeland, fjármála- og varaforsætisráðherra Kanada, sagði af sér í óvæntri tilkynningu í dag vegna ágreinings við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Ágreiningurinn snerist um viðbrögð Kanada við gjaldskráahótunum Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna.
„Landið okkar stendur í dag frammi fyrir alvarlegri áskorun,“ sagði Freeland, í tilkynningu á X og benti á fyrirhugaða 25 prósent tolla sem Trump áætlar að leggja á kanadískan innflutning.
Þá heldur hún áfram: „Undanfarnar vikur höfum við verið ósammála um bestu leiðina áfram fyrir Kanada.“
Freeland var fyrst kjörin á þing árið 2013 og gekk til liðs við ríkisstjórn Trudeau tveimur árum síðar þegar Frjálslyndi flokkurinn voru kosinn til valda, og skipuðu margir úr flokknum mikilvægar ráðherrastöður.
Í tilkynningu Freelands sagði hún að Trudeau vildi hafa hana í öðru starfi en hún var skipuð í: „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að eina heiðarleiga og raunhæfa leiðin sé fyrir mig sé að segja af mér í ríkisstjórn.“
Í tilkynningunni segir hún að sem fjármálaráðherra telji hún að nauðsynlegt sé að taka gjaldskrárhótanir Trumps „mjög alvarlega“.