Tólf fundust látnir á skíðasvæði í Georgíu

Tólf manns fundust látin á skíðasvæðinu Gudauri í Georgíu.
Tólf manns fundust látin á skíðasvæðinu Gudauri í Georgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf manns fundust látnir vegna gruns um kolmónoxíðeitrun á skíðasvæðinu Gudauri í Georgíu.

Lík 11 útlendinga og eins georgísks ríkisborgara fundust á laugardag á svefnsvæði fyrir ofan veitingastað á skíðasvæðinu sem er í norðurhluta Kákasus.

Líkin fundust á annarri hæð í byggingu sem hýsir indverskan veitingastað á skíðasvæðinu og hafa yfirvöld hafi rannsókn á málinu. Bráðabirgðaniðurstöður benda ekki til neinna ummerka ofbeldis á líkunum að sögn lögreglu.

Eitt af því sem lögreglan er að skoða er hvort rafstöð, sem var í notkun eftir að rafmagnslaust varð í byggingunni á föstudag, hafi valdið eitrun en líkin tólf fundust á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert