Vantraust á hendur Scholz samþykkt

Eftir að ríkisstjórn Scholz sprakk í síðasta mánuði óskaði hann …
Eftir að ríkisstjórn Scholz sprakk í síðasta mánuði óskaði hann eftir því að þingið greiddi atkvæði um traust til hans. AFP/Tobias Schwarz

Þýska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á hendur Olafs Scholz, kanslara Þýskalands. Þriggja flokka ríkisstjórn Scholz sprakk í síðasta mánuði.

Með brottrekstri Scholz virðist ekkert vera því til fyrirstöðu að gengið verði til þingkosninga 23. febrúar.

Samþykkt með 394 atkvæðum

Vantrauststillagan var samþykkt með meirihluta 394 atkvæða á móti 207 atkvæðum sem kusu gegn henni og 116 sem sátu hjá.

Flokkur frjálslyndra demókrata sleit stjórnarsamstarfinu í síðasta mánuði eftir að Scholz rak Christian Lindner fjármálaráðherra úr embætti.

Síðan þá hafa Sósíaldemókratar, flokkur Scholz, og Græningjar leitt minnihlutastjórn.

Eftir að stjórn Scholz sprakk óskaði hann eftir því að þingið greiddi atkvæði um traust til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka