Vissu ekki af sprengjuárásinni í Moskvu

Þetta segir bandarískur embættismaður.
Þetta segir bandarískur embættismaður. AFP/Alexander Nemenov

Yfirvöld í Úkraínu létu yfirvöld í Bandaríkjunum ekki vita fyrirfram af sprengjuárásinni í Moskvu Ígor Kír­illov og aðstoðar­manni hans að bana í Moskvu í morg­un.

Kír­illov fór fyr­ir varn­ar­sveit­um Rússa gegn kjarna­vopn­um, sýkla­vopn­um og efna­vopn­um.

Þetta hefur fréttastofa AFP eftir bandarískum embættismanni sem óskaði eftir nafnleynd.

Hann segir Bandaríkin ekki hafa aðstoðað Úkraínu við framkvæmd árásarinnar og að Bandaríkin styðji heldur ekki við árásir af þessum toga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert