Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 10 ára dóttur sína

Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyrir dómnum að enn í …
Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyrir dómnum að enn í dag gæti hún ekki skilið hvernig hægt væri að misþyrma barni með þessum hætti. AFP

Breskur dómstóll hefur dæmt föður og stjúpmóður tíu ára stúlku í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið henni að bana.

Stúlkan lést eftir langvarandi misþyrmingar af hendi föður og stjúpmóður, en frændi hennar var einnig dæmdur í sextán ára fangelsi vegna málsins.

Lík stúlkunnar Söru Sharif fannst á heimili fjölskyldunnar í suðurhluta Englands í ágúst á síðasta ári en fjölskylda hennar flúði til Pakistans eftir morðið. 

Urfan Sharif, faðir Söru, Beinash Batool, stjúpmóðir hennar, og Faisal Malik, frændi hennar, gáfu sig fram og sneru til Bretlands sjálfviljug eftir að hafa verið eftirlýst af Interpol.

Engin eftirsjá

Dómarinn, John Cavanagh, sem kvað upp dóminn sagði Söru hafa þurft að þola hrottalega meðferð en að eftirsjá þeirra væri engin. 

Sara hafði þurft að þola illa meðferð heima hjá sér allt frá sex ára aldri og vakti mál hennar óhug í Bretlandi. 

Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyrir dómnum að enn í dag gæti hún ekki skilið hvernig hægt væri að misþyrma barni með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert