Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Louisiana eftir að hafa smitast af fuglaflensu.
Sjúklingurinn er sagður hafa smitast af veikum og dauðum hænum.
Alls hafa 61 tilfelli greinst í mönnum í faraldrinum sem nú gengur yfir í Bandaríkjunum.
Flestir þeirra sýktu hafa upplifað væg einkenni en að sögn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur aðeins einn þurft að leggjast inn á spítala.