Rússneska leyniþjónustan segist hafa handtekið 29 ára karlmann frá Úsbekistan vegna morðsins á Igor Kirillov, yfirmanni efna-, sýkla- og geislavopnadeildar rússneska hersins, og aðstoðarmanni hans.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mennirnir létust þegar sprengiefni sem fest var við vespu sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Sprengjan sprakk þegar mennirnir yfirgáfu byggingu í íbúðarhverfi í suðausturhluta Moskvu snemma morguns í gær.
Rússneska leyniþjónustan segir að maðurinn sem hún hefur handtekið hafi verið ráðinn af úkraínsku leyniþjónustunni.
Samkvæmt heimildum BBC hafði öryggisþjónusta Úkraínu þegar haldið því fram að hún stæði á bak við morðið.
Úkraínumenn hafa sagt Kirillov ber ábyrgð á notkun Rússa á efnavopnum í stríðinu milla ríkjanna. Á mánudag var Kirillov ákærður í Úkraínu fyrir stríðsglæpi.