Oatly má ekki nota orðið „mjólk“ í Bretlandi

Margir kannast við hafradrykkinn.
Margir kannast við hafradrykkinn.

Áfrýjunardómstóll í Lundúnum hefur úrskurðað að Oatly megi ekki nota orðið „mjólk“ til að lýsa hafravörum sínum í Bretlandi. 

Dómstóllinn sagði að einungis mætti nota orðið mjólk yfir afurðir úr dýraríkinu - þær sem eru fengnar með „náttúrulegu seyti spendýra“.

Oatly sótti árið 2019 um að fá að skrásetja vörumerkið „Post Milk Generation“ í Bretlandi.

Euronews greinir frá. 

Villandi að nota orðið „mjólk“ yfir vöru sem inniheldur ekki mjólk

Í fyrra neitaði hugverkastofnun Bretlands umsókn fyrirtækisins og sagði vörumerkið vera villandi þar sem að varan innihéldi enga mjólk.

Þegar umsókn Oatly um að skrásetja vörumerkið var synjað þá áfrýjaði fyrirtækið ákvörðuninni og sagði að neytendur myndu ekki ruglast á notkun Oatly á orðinu „mjólk“.

En nú hafa dómstólar í Bretlandi tekið lokaákvörðun: Oatly getur ekki lengur notað orðið „mjólk“ til að lýsa vörum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert