Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 4,25%-4,50%. Þetta er þriðja vaxtalækkunin síðan í september en líklegt er að vaxtalækkunarferlið á næsta ári verði hægara en búist var við.

Peningastefnunefnd birti verðbólguspá næsta árs og nú er því spáð að verðbólga verði 2,5% en ekki 2,1% eins og síðast var talið.

Af 19 fulltrúum í peningastefnunefnd seðlabankans gera flestir þeirra ráð fyrir tveimur vaxtalækkunum á næsta ári en áður höfðu flestir gert ráð fyrir því að lækka vexti fjórum sinnum á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert