Sænsku lögreglunni boðið um borð

Kínverska flutningaskiptið Yi Peng 3 hef­ur legið um nokkurra vikna …
Kínverska flutningaskiptið Yi Peng 3 hef­ur legið um nokkurra vikna skeið í Kattegat-sund­inu, miðja vegu milli Dan­merk­ur og Svíþjóðar. AFP

Sænska lögreglan segir að hún hafi fengið boð um að fara borð í kínverska skipið Yi Peng 3 sem hefur legið við akkeri á Jótlandshafi.

Grunur hefur leikið á að áhöfn skipsins tengist skemmdarverkum á tveimur sæstrengjum í nóvember. 

Lögreglan segir í tilkynningu að fulltrúar kínverskra yfirvalda framkvæmi nú rannsókn um borð í skipinu. Þeir hafa boðið lögreglunni um að koma um borð til að fylgjast með. 

Lögreglan bætir við að hún muni ekki hefja rannsókn um borð í skipinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert