Einn er sagður látinn í flugskeytaárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í dag en svartur reykur stígur upp yfir hluta borgarinnar eftir fjölda sprenginga.
Sergei Popko, yfirmaður herstjórnar Kænugarðs, segir í Telegram að einn sé látinn og Vitali Klitschko borgarstjóri segir að tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir brak féll á fjórum svæðum og kveikti í bílum og byggingum.
Úkraínsk yfirvöld greindu einnig frá eldflaugaárásum í hafnarborginni Kherson í suðurhluta landsins, þar sem einn lést og sex særðust.