Sjö ára stúlka lést eftir hnífstungu

Kennari og fimm nemendur særðust í árásinni.
Kennari og fimm nemendur særðust í árásinni. Ljósmynd/Colourbox

Sjö ára gömul stúlka lést eftir hnífaárás í Precko-grunnskólanum í Zagreb í Krótaíu. Kennari og fimm nemendur særðust í árásinni en meintur árásarmaður, 19 ára gamall karlmaður og fyrrverandi nemandi skólans, var handtekinn á vettvangi.

BBC greinir frá.

Heilbrigðisráðherrann Irena Hrstic ræddi við fréttamenn fyrir utan barnaspítalann og sagði að árásarmaðurinn hafi farið inn í skólann áður en hann stakk starfsfólk og nemendur. Tveir fullorðnir og fimm nemendur voru fluttir á sjúkrahús með áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert