Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu

Orustuflugvélar á flugmóðurskipinu USS Abraham.
Orustuflugvélar á flugmóðurskipinu USS Abraham. AFP/Fazry Ismail

Bandaríski sjóherinn skaut óvart niður herþotu á eigin vegum snemma í morgun.

Í flugvélinni voru tveir flugmenn sem lifðu báðir af en annar hlaut minniháttar áverka.

Stýriflaugaherskipið USS Gettysburg „skaut óvart á og hitti F/A-18" orustuþotu sem var flogið af tveimur flugmönnum bandaríska sjóhersins frá öðru skipi, USS Harry S. Truman,“ segir í tilkynningu yfirstjórnar Bandaríkjahers í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka