Fjórir létust þegar þyrla hrapaði við sjúkrahús í suðvesturhluta Tyrklands í morgun. Héraðsstjóri kennir mikilli þoku um.
„Þyrlan féll til jarðar eftir að hafa farið utan í fjórðu hæð sjúkrahúss í flugtaki,“ að sögn Idris Akbiyik, héraðsstjóra í Mugla.
Í þyrlunni voru tveir flugmenn, læknir og starfsmaður sjúkrahússins, en þeir létust allir. Yfirvöld rannsaka nú slysið.