Íranir segjast ekki hafa átt nein bein samskipti við ný stjórnvöld í Sýrlandi síðan Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og samherji Írans til langs tíma var hrakinn frá völdum.
„Við höfum ekki átt nein bein samskipti við ráðandi stjórnvöld í Sýrlandi,“ sagði talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Esmaeil Baqaei, á vikulegum blaðamannafundi.