„Komum þeim öllum heim“

Mótmæli fyrir framan varnarmálaráðuneytið í Tel Aviv í Ísrael um …
Mótmæli fyrir framan varnarmálaráðuneytið í Tel Aviv í Ísrael um helgina. Fólkið krafðist þess að gíslunum yrði sleppt. AFP/Jack Guez

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, upp­lýsti ísra­elska þingið í gær um nokk­urn gang í samn­ingaviðræðum um lausn gísla sem hafa verið í haldi á Gasa­svæðinu í rúma 14 mánuði.

Ríma um­mæli for­sæt­is­ráðherr­ans við þá orðræðu sem und­an­farið hef­ur borist inn­an úr her­búðum hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as um fram­far­ir í átt að sam­komu­lagi um vopna­hlé og lausn gísla.

„Ástvin­ir ykk­ar eru ást­vin­ir okk­ar“

Óbein­ar samn­ingaviðræður milli Ísra­els og Ham­as, fyr­ir milli­göngu Kat­ar, Egypta­lands og Banda­ríkj­anna, hafa staðið yfir í Doha í Kat­ar, sem kveiktu á ný von um sam­komu­lag.

„Það er ekki hægt að gefa upp allt sem verið er að gera. Við vinn­um að því að end­ur­heimta gísl­ana. Ég vil segja með var­færni að nokkr­ar fram­far­ir hafa orðið. Við mun­um ekki hætta að fyrr en við kom­um þeim öll­um heim,“ sagði Net­anja­hú á þing­inu.

„Við fjöl­skyld­ur gísl­anna vil ég segja: Við hugs­um til ykk­ar og mun­um ekki gef­ast upp á ást­vin­um ykk­ar, sem eru ást­vin­ir okk­ar einnig.“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP

Nær fanga­skipt­um en nokkru sinni

 Á laug­ar­dag greindu hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as og fleiri áhrifa­hóp­ar í Palestínu frá því að betri gang­ur væri í viðræðunum.

„Mögu­leik­inn á að ná sam­komu­lagi um vopna­hlé og fanga­skipti er nær en nokkru sinni fyrr, að því gefnu að óvin­ur­inn hætti að setja ný skil­yrði,“ sögðu hóp­arn­ir eft­ir viðræður í Kaíró.

Í for­dæma­lausri árás Ham­as á Ísra­el 7. októ­ber á síðasta ári var 251 tek­inn til fanga, 96 þeirra eru enn gísl­ar á Gasa­svæðinu. 34 af þeim 96 hafa verið úr­sk­urðuð lát­in af ísra­elska hern­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert