38 létust í flugslysi

Myndefni frá slysinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndefni frá slysinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/X

Farþegaþota frá flugfélaginu Azerbaijan Airlines, sem flaug frá höfuðborginni Bakú til Grosní í Rússlandi, brotlenti í vesturhluta Kasakstans í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu í Kasakstan.

Í tilkynningu frá flugfélaginu Azerbaijan Airlines segir að farþegaþota af gerðinni Embraer 190 hafi framkvæmt „neyðarlendingu“ í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Aktau.

Að sögn samgönguráðuneytisins í Kasakstan voru 62 farþegar og fimm í áhöfn vélarinnar.

Almannavarnaráðuneyti Kasakstan hefur tilkynnt að samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum hafi 25 manns lifað slysið af. Alls hafi 67 verið um borð í vélinni.

Uppfært klukkan 9.43:

Yfirvöld í Kasakstan hafa nú gefið út að 28 manns hafi lifað flugslysið af, en áður var talið að 25 hefðu lifað.

Uppfært klukkan 20.15:

Yfirvöld í Kasakstan hafa gefið út að fjöldi látinna sé 38 en áður var talið að 39 hefðu látist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert