38 létust í flugslysi

Myndefni frá slysinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndefni frá slysinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/X

Farþegaþota frá flug­fé­lag­inu Azer­baij­an Air­lines, sem flaug frá höfuðborg­inni Bakú til Grosní í Rússlandi, brot­lenti í vest­ur­hluta Kasakst­ans í morg­un, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá sam­gönguráðuneyt­inu í Kasakst­an.

Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu Azer­baij­an Air­lines seg­ir að farþegaþota af gerðinni Embra­er 190 hafi fram­kvæmt „neyðarlend­ingu“ í um þriggja kíló­metra fjar­lægð frá Aktau.

Að sögn sam­gönguráðuneyt­is­ins í Kasakst­an voru 62 farþegar og fimm í áhöfn vél­ar­inn­ar.

Al­manna­varn­aráðuneyti Kasakst­an hef­ur til­kynnt að sam­kvæmt bráðabirgðaupp­lýs­ing­um hafi 25 manns lifað slysið af. Alls hafi 67 verið um borð í vél­inni.

Upp­fært klukk­an 9.43:

Yf­ir­völd í Kasakst­an hafa nú gefið út að 28 manns hafi lifað flug­slysið af, en áður var talið að 25 hefðu lifað.

Upp­fært klukk­an 20.15:

Yf­ir­völd í Kasakst­an hafa gefið út að fjöldi lát­inna sé 38 en áður var talið að 39 hefðu lát­ist.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert