Hvatti til friðar í ávarpi sínu

Frans páfi í dag þegar hann flutti jólaávarpið.
Frans páfi í dag þegar hann flutti jólaávarpið. AFP

Frans páfi hvatti til friðar í Miðausturlöndum, Úkraínu og Súdan í jólaávarpinu sínu sem hann flutti í dag.

Hann kallaði eftir vopnahléi á Gasa-svæðinu og að ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir úr haldi Hamas-samtakanna.

„Megi vera vopnahlé, megi gíslarnir verða látnir lausir og að fólkinu verði veitt aðstoð sem er sýkt af hungri og stríði,” sagði hann.

Þá hvatti Frans páfi einnig til friðar í Súdan þar sem hungursneyð vofir yfir milljónum manna en þar er borgarastyrjöld. Hann notaði einnig tækifærið til að hvetja til viðræðna um réttlátan frið í Úkraínu.

Fyrr í dag var greint frá því að Rússar hefðu gert árásir á orkuinnviði í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert