Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, var staddur á Sanaa-flugvelli í Jemen er Ísraelsher hóf loftárásir á flugvöllinn í dag.
Segir Ghebreyesus að hann og starfsfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og WHO séu heil á húfi en einn í áhöfn flugvélarinnar hafi særst í árásinni.
Þá segir í færslu sem hann birti að skemmdir hafi orðið á innviðum á flugvellinum og að minnsta kosti tveir hafi látið lífið.
Segir hann að flugstjórnarturn hafi skemmst í árásinni og sömuleiðis brottfararsetustofa sem hafi verið í nokkurra metra fjarlægð frá staðnum sem hann og teymi sitt hefðu verið á.
Flugbrautin hafi einnig orðið fyrir skemmdum.
Ghebreyesus var í Jemen í þeim tilgangi að semja um lausn starfsfólks SÞ sem eru þar í haldi.
Our mission to negotiate the release of @UN staff detainees and to assess the health and humanitarian situation in #Yemen concluded today. We continue to call for the detainees' immediate release.
— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) December 26, 2024
As we were about to board our flight from Sana’a, about two hours ago, the airport… pic.twitter.com/riZayWHkvf