Ísraelsher gerði loftárás á Húta í Jemen

Benjamín Netanjahú varaði Húta við og sagðist ætla mæta þeim …
Benjamín Netanjahú varaði Húta við og sagðist ætla mæta þeim með fullri hörku. AFP

Ísra­elski her­inn hef­ur staðfest loft­árás­ir sem þeir gerðu á innviði upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen í dag. Þetta kem­ur í kjöl­far þess að Hút­ar gerðu árás á al­menn­ings­garð í höfuðborg Ísra­els á laug­ar­dag þar sem fjöldi fólks særðist. 

Ekki hef­ur verið greint frá hvort ein­hver hafi særst eða látið lífið í árás Ísra­els­manna.  

Benjam­in Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els varaði Húta við eft­ir árás­ina og sagði að ísra­elski her­inn myndi mæta þeim af fullri hörku og eyðileggja alla innviði þeirra. 

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu ísra­elska hers­ins beind­ist árás­in að innviðum Húta á alþjóðaflug­vell­in­um í Sanaa, orku­ver­um í Jemen og hernaðarleg­um innviðum í Al-Hudaydah, Salif og Ras Kanatib á vest­ur­strönd Jem­ens. 

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna kem­ur sam­an til fund­ar á mánu­dag vegna árása Húta gegn Ísra­el, að sögn Danny Don­an, sendi­herra Ísra­els. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert