Ísraelski herinn hefur staðfest loftárásir sem þeir gerðu á innviði uppreisnarmanna Húta í Jemen í dag. Þetta kemur í kjölfar þess að Hútar gerðu árás á almenningsgarð í höfuðborg Ísraels á laugardag þar sem fjöldi fólks særðist.
Ekki hefur verið greint frá hvort einhver hafi særst eða látið lífið í árás Ísraelsmanna.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels varaði Húta við eftir árásina og sagði að ísraelski herinn myndi mæta þeim af fullri hörku og eyðileggja alla innviði þeirra.
Samkvæmt yfirlýsingu ísraelska hersins beindist árásin að innviðum Húta á alþjóðaflugvellinum í Sanaa, orkuverum í Jemen og hernaðarlegum innviðum í Al-Hudaydah, Salif og Ras Kanatib á vesturströnd Jemens.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til fundar á mánudag vegna árása Húta gegn Ísrael, að sögn Danny Donan, sendiherra Ísraels.