NATO tilbúið að aðstoða Finnland og Eistland

Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AFP

Atlantshafsbandalagið (NATO) er reiðubúið til að aðstoða finnsk og eistnesk yfirvöld vegna hugsanlegra skemmdarverka á sæstreng sem liggur milli ríkjanna.

Þetta kemur fram í færslu Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem hann birti fyrr í dag.

Ræddi við forsætisráðherra

Í færslunni kemur fram að Rutte hafi rætt við forsætisráðherra Eistlands um meint skemmdarverk. Hann segir jafnframt að bandalagið fordæmi árásir á mikilvæga innviði og að það sé tilbúið að veita þeim stuðning.

Í gær var greint frá því að sæstrengurinn Estlink 2, sem flytur rafmagn milli Finnlands og Eistlands, væri bilaður. Finnsk yfirvöld rannsaka olíuflutningaskip sem sigldi frá rússneskri höfn en grunur leikur á að það eigi þátt í því að sæstrengurinn virki ekki. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert