Atlantshafsbandalagið (NATO) er reiðubúið til að aðstoða finnsk og eistnesk yfirvöld vegna hugsanlegra skemmdarverka á sæstreng sem liggur milli ríkjanna.
Þetta kemur fram í færslu Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem hann birti fyrr í dag.
Í færslunni kemur fram að Rutte hafi rætt við forsætisráðherra Eistlands um meint skemmdarverk. Hann segir jafnframt að bandalagið fordæmi árásir á mikilvæga innviði og að það sé tilbúið að veita þeim stuðning.
Í gær var greint frá því að sæstrengurinn Estlink 2, sem flytur rafmagn milli Finnlands og Eistlands, væri bilaður. Finnsk yfirvöld rannsaka olíuflutningaskip sem sigldi frá rússneskri höfn en grunur leikur á að það eigi þátt í því að sæstrengurinn virki ekki.
Spoke with @KristenMichalPM about reported possible sabotage of Baltic Sea cables. #NATO stands in solidarity with Allies and condemns any attacks on critical infrastructure. We are following investigations by #Estonia & #Finland, and we stand ready to provide further support.
— Mark Rutte (@SecGenNATO) December 26, 2024