Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hafa boðist til þess að gera Slóvakíu að vettvangi fyrir hugsanlegar friðarviðræður milli Rússlands og Úkraínu.
Þetta sagði Pútín á blaðamannafundi í dag.
Á næsta ári verða liðin þrjú ár síðan Rússland gerði innrás inn í Úkraínu og hefur stríð staðið yfir síðan þá.
Fico er einn fárra leiðtoga Evrópuríkja sem hefur viðhaldið tengslum við Kremlverja en hann átti fund með Pútín í Moskvu 22. desember. Vesturveldin hafa reynt að einangra Pútín en hann virðist ekki ætla að taka þátt í því.
Slóvakía er aðili að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það hefur Slóvakía ekki tekið þátt í hernaðaraðstoð Úkraínu og hefur kallað eftir friðarviðræðum.
Umræða um friðarviðræður Úkraínu og Rússlands hefur borið á góma æ meira eftir að Donald Trump var aftur kjörinn Bandaríkjaforseti í síðasta mánuði. Hann hefur heitið því að stöðva átökin þegar hann tekur við embætti í janúar.
Í gær gerðu Rússar árás á orkuinnviði í Úkraínu en í gær var jóladagur.