„Við mun­um grípa inn í“

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundinum í dag.
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundinum í dag. AFP

Finnsk yf­ir­völd eru að rann­saka olíu­flutn­inga­skip sem sigldi frá rúss­neskri höfn vegna skemmd­ar­verka á sæ­streng sem teng­ir Finn­land og Eist­land. Við rann­sókn kom í ljós að það vantaði akk­eri á skipið.

Í gær var greint frá því að sæ­streng­ur­inn Estlink 2 væri bilaður og að ekki væri úti­lokað að um skemmd­ar­verk eða hugs­an­lega hryðju­verk væri að ræða.

„Mjög al­var­leg“

Markku Hass­in­en, full­trúi finnsku landa­mæra­gæsl­unn­ar, sagði í dag á blaðamanna­fundi að það væri aug­ljós ástæða til að áætla að eitt­hvað und­ar­legt hafi gerst.

„Við fór­um á svæðið með varðskip­inu og gát­um séð að það vantaði akk­eri á skipið,“ sagði hann.

Petteri Orpo, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, sagði á blaðamanna­fund­in­um í dag að bil­un strengs­ins væri „mjög al­var­leg“.

„Þess vegna eru af­ger­andi og ákveðnar aðgerðir yf­ir­valda í dag og í gær gagn­vart þessu skipi á land­helgi okk­ar sterk skila­boð til annarra skipa: Við mun­um grípa inn í,“ sagði hann.

Hann sakaði Rússa ekki sér­stak­lega um at­vikið og sagði að eng­in sam­töl hefðu átt sér stað milli ríkj­anna eft­ir að málið kom upp.

Kaja Kallas, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins.
Kaja Kallas, ut­an­rík­is­r­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hót­ar refsiaðgerðum

Evr­ópu­sam­bandið hótaði í dag frek­ari refsiaðgerðum gegn rúss­nesk­um skip­um.

„Við for­dæm­um harðlega hvers kyns vís­vit­andi eyðilegg­ingu mik­il­vægra innviða Evr­ópu,“ segja fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og ut­an­rík­is­mála­stjóri sam­bands­ins, Kaja Kallas, í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu.

Þá kom jafn­framt fram að skipið væri hluti af „skugga­flota Rússa“ sem ógni ör­yggi og fjár­magni stríðsrekst­ur Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert