Vara menn við að hrapa að ályktunum

Ríkisborgarar frá Aserbaísjan sem komust lífs af fá aðstoð viðbragðsaðila.
Ríkisborgarar frá Aserbaísjan sem komust lífs af fá aðstoð viðbragðsaðila. AFP/Stringer

Rússnesk stjórnvöld vilja að rannsókn fari fram áður en menn hrapi að ályktunum eftir að farþegaflugvél á leið frá Aserbaíjsan til Rússlands brotlenti á miðvikudag með þeim afleiðingum að 38 fórust.

Sumir flugmálasérfræðingar telja að rússnesk loftvarnarkerfi hafi skotið niður vélina yfir Tsjétsjéníu í Rússlandi. Fjölmiðlar í Aserbaísjan sem eru hliðhollir stjórnvöldum telja að rússnesk flugskeyti hafi grandað vélinni.

29 af þeim 67 sem voru um borð komust lífs af.

Dmitrí Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði: „Það væri rangt að leggja fram einhverjar tilgátur áður en rannsókn getur farið fram,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert