Fjöldi látinn eftir flugslys

Eins og sjá má á myndinni er vélin alveg ónýt.
Eins og sjá má á myndinni er vélin alveg ónýt. AFP/Yonhap

Minnst 177 eru látn­ir eft­ir að farþega­flug­vél Jeju Air brot­lenti á alþjóðaflug­vell­in­um Muan í Suður-Kór­eu. 

181 manns voru um borð í vél­inni, 175 farþegar og sex meðlim­ir áhafn­ar. Tveim­ur meðlim­um áhafn­ar hef­ur verið bjargað. 

Þotan var af gerðinni Boeing 737-800.

Frá vettvangi.
Frá vett­vangi. AFP/​Yon­hap

Slysið varð klukk­an níu um morg­un­inn að staðar­tíma. Flug­vél­in var að fljúga frá Bang­kok í Taílandi. Taí­lensk yf­ir­völd hafa staðfest að tveir Taí­lend­ing­ar hafi verið um borð í vél­inni. 

Rann­sókn stend­ur yfir á til­drög­um slyss­ins. Um er að ræða man­skæðasta flug­slys í sögu suðurkór­eska flug­fé­laga síðan árið 1997, en þá lét­ust 228 manns þegar Boeing 747 þota Kor­e­an Air­lines hrapaði á Kyrra­hafs­eyj­unni Gvam.

Tveimur meðlimum áhafnar hefur verið bjargað.
Tveim­ur meðlim­um áhafn­ar hef­ur verið bjargað. AFP/​Yon­hap

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­band af brot­lend­ing­unni. 

Frétt­in hef­ur reglu­lega verið upp­færð frá því morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka