Zoran Milanovic, sitjandi forseti Króatíu, er með hreinan meirihluta atkvæða í forsetakosningunum þar í landi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru um leið og kjörstöðum var lokað í kvöld.
Milanovic er með langflest atkvæði, 51,48%, en Dragan Primorac er annar með 19,29% atkvæða.
Milanovic er vinstrimaður og var áður formaður Jafnaðarmannaflokks Króatíu, sem er í stjórnarandstöðu á þingi Króatíu.
Primorac er hins vegar studdur af íhaldsflokknum HDZ sem er stærsti flokkur landsins og leiðir ríkisstjórn þess.