Tveir lifðu af flugslysið

Viðbragðsaðilar að störfum við brak vélarinnar.
Viðbragðsaðilar að störfum við brak vélarinnar. AFP/Jung Yeon-Je

Aðeins tveir lifðu af flug­slysið hörmu­lega í Suður-Kór­eu í dag en 179 manns létu lífið. 

181 var um borð í Boeing 737-800 vél Jeju Air á leiðinni frá Taílandi til Suður-Kór­eu þegar vél­in nærri því gjör­eyðilagðist er hún nauðlenti á flug­braut­inni á alþjóðaflug­vell­in­um í Muan.

Á mynd­bandi af at­vik­inu má sjá vél­ina renna á belgn­um á flug­braut­inni á mik­illi ferð og enda á vegg þar sem hún sprakk og mik­ill eld­ur blossaði upp.

Tveir flugþjón­ar lifðu slysið af.  Ann­ar flugþjónn­inn vaknaði á sjúkra­húsi í dag með fjöl­mörg bein­brot.

„Þegar ég vaknaði var þegar búið að bjarga mér,“ sagði flugþjónn­inn við lækna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá spít­al­an­um.

Hinn flugþjónn­inn hlaut meiðsli á ökkla og höfði, að sögn Yon­hap-frétta­stof­unn­ar. 

AFP/​Yon­hap

Yf­ir­menn hneigðu sig í virðing­ar­skyni

Rann­sókn stend­ur yfir á til­drög­um slyss­ins en flugmaður­inn sem stjórnaði vél­inni sendi frá sér neyðarboð skömmu áður en vél­in brot­lenti.

Suðurkór­esk­ur sam­göngu­mála­full­trúi greindi frá því fyrr í dag að flugmaður­inn hafi verið að reyna lenda vél­inni þegar flug­um­ferðar­stjór­inn gerði hon­um viðvart að mik­il um­ferð fugla væri í ná­grenni við hann og gæti því skap­ast hætta á því að þeir myndu trufla lend­ingu vél­ar­inn­ar.

All­ir farþeg­arn­ir voru kór­esk­ir fyr­ir utan tvo Taí­lend­inga, þriggja ára og 78 ára, að sögn yf­ir­valda.

Lággjalda­flug­fé­lagið Jeju Air baðst af­sök­un­ar á slys­inu en stjórn­end­ur flug­fé­lags­ins hneigðu sig djúpt á blaðamanna­fundi í Seúl.

Forstjóri Jeju Air Kim E-bae (fjórði frá vinstri) og aðrir …
For­stjóri Jeju Air Kim E-bae (fjórði frá vinstri) og aðrir yf­ir­menn flug­fé­lags­ins á blaðamanna­fundi í dag. AFP/​Yon­hap
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert