Þýskur ferðamaður fannst látinn í leiguíbúð á Sikiley á Ítalíu í dag en talið er að hann hafi látist vegna kolmónoxíðeitrunar.
Þá voru þrír aðrir ferðamenn, einnig þýskir, í íbúðinni og voru þeir fluttir með sjúkrabíl á spítala til aðhlynningar.
Ferðamaðurinn var 36 ára gamall.
Maðurinn fannst látinn í íbúð í borginni Cefalu, austan við Palermo, og að sögn slökkviliðsstjórans, Mario Di Leonardo, er of snemmt að segja til um hver dánarorsök mannsins sé en rannsókn á málinu er hafin.